Fyrirlestur í Afreksbúðum ÍSÍ – 13. maí

Fyrirlestur í Afreksbúðum ÍSÍ fer fram mánudaginn 13. maí milli klukkan 20 – 21 í Laugardalshöll. Fyrirlesturinn er ætlaður þátttakendum á aldrinum 15 til 18 ára en allir sem tengjast afreksstarfi sérsambanda eru velkomnir. Tveir fyrirlesarar frá Afrekssviði ÍSÍ verða með erindi.

Vésteinn Hafsteinsson, Afresstjóri ÍSÍ, mun fjalla um hvernig maður verður bestur í heimi. Vésteinn hefur fjórum sinnum farið sem keppandi á Ólympíuleikana og sex sinnum sem landsliðsþjálfari. Hann er nú á leið á sína elleftu Ólympíuleika í sumar. Hann mun m.a. fjalla um hvaða ákvarðanir þarf að taka til að verða meðal þeirra fremstu í heimi.

Kristín Birna Ólafsdóttir, sérfræðingur á Afrekssviði ÍSÍ, fjallar um samskipti og vellíðan. Hún er fyrst Íslendinga til að ljúka námi hjá Alþjóða Ólympíunefndinni um verndun og velferð í íþróttum og hún mun fjalla um hvað felst í verndun innan íþróttahreyfingarinnar. Í fyrirlestrinum verður m.a. rætt um mikilvægi þess að eiga góð og jákvæð samskipti.

Við hvetjum ykkur öll til þess að nýta þetta tækfæri og mæta á fyrirlesturinn. Þau sem ekki geta mætt á staðinn geta fylgst með í beinu streymi. Þátttaka er öllum að kostnaðarlausu en nauðsynlegt er að skrá sig. Skráning á fyrirlesturinn fer fram HÉR. Hlekkur á fjarfund verður sendur til skráðra þátttakenda.