Landslið karla í tennis skellti sér til Birkerød í Danmörku síðustu helgi í keppnis- og æfingaferð. Þar keppti liðið gegn strákum sem æfa og keppa í Birkerød Tennisklub ásamt nokkrum öðrum útvöldum annarsstaðar frá. Keppt var föstudag, laugardag og sunnudag eða samtals 19 leiki og gisti hópurinn í svefnaðstöðu klúbbsins.
Þarna var Andri landsliðsþjálfari á gömlum heimaslóðum og var ferðin skipulögð af honum og John Larsen, yfirþjálfara í Birkerød. Frábær ferð að baki með fullt af skemmtilegum og jöfnum leikjum. Leikar enduðu því miður 9-10 fyrir heimamönnum en það þýðir bara að íslensku strákarnir verða með enn meira blóð á tönnunum í sumar þegar farið verður á Davis Cup, hvar og hvenær sem það verður.
Hópurinn var skipaður Andra Jónssyni (þjálfara) ásamt 6 leikmönnum, Rafni Kumar Bonifacius, Agli Sigurðssyni, Antoni Jihao Magnússyni, Vladimir Ristic, Björgvini Atla Júlíussyni og Hjalta Pálssyni. Við þökkum kærlega fyrir gestrisnina og vonumst til að geta tekið á móti þeim næsta sumar og halda hefðinni gangandi.
Þangað til næst, áfram Ísland