Frábær fyrirlestur frá Dr. Dario Novak að baki!

Við vorum svo heppin að fá Dr. Dario Novak í heimsókn til okkar í gær þar sem hann hélt virkilega skemmtilegan fyrirlestur um hreyfingar á tennisvellinum. Hann lagði áherslu á skemmtilegar upphitanir fyrir æfingar og blandaði við þær ýmsum hugarleikjum.

Í dag starfar Dr. Dario Novak sem styrktarþjálfari Stan Wawrinka sem er þrefaldur grand-slam meistari og nefndi hann að Wawrinka gerði þessar sömu upphitunaræfingar og hann sýndi hópnum með hjálp okkar bestu ungu spilara. Á staðnum voru sömuleiðis áhugasamir þjálfarar og hlökkum við til að sjá þessar æfingar innleiddar á tennisæfingum hér á landi.

Kærar þakkir til Dr. Dario Novak!!