Bryndís Rósa fer til University of Cumberlands á tennisstyrk!

Bryndís Rósa hefur nú skrifað undir samning við University of Cumberlands í Kentucky og mun hefja nám þar í haust 2024 á tennisstyrk. Við óskum henni innilega til hamingju með þennan árangur en Bryndís hefur verið virkilega dugleg að iðka tennis á síðustu árum. Bryndís hefur verið hluti af íslenska landsliðinu í nokkur ár og hefur farið út og keppt sem fulltrúi Íslands á mótum sem og Billy Jean King Cup. Bryndís er þekkt fyrir að vera glaðleg, mikill persónuleiki og góð fyrirmynd og verða þau heppin að fá hana í hópinn sinn.

Þetta er merkur áfangi fyrir íslenskan tennisspilara og sýnir hvaða tækifæri tennisinn getur haft í för með sér. Við hlökkum til að fylgjast með Bryndísi og fyrstu skrefum hennar í bandarískum háskólatennis.

Bryndís er ekki fyrsti íslenski tennisspilarinn til að fara í háskólanám í Bandaríkjunum á tennisstyrk en hér má sjá lista yfir aðra spilara sem hafa fetað svipaðar slóðir.

GO PATRIOTS!