Raj og Bryndís Rósa bikarmeistarar!

Úrslit Jóla-bikarmóts TSÍ!

Jóla-bikarmótinu lauk í dag með spennandi úrslitaleikjum um fyrsta og þriðja sætið í meistaraflokki karla og kvenna. Raj og Sindri Snær kepptu um fyrsta sætið í karlaflokki sem Raj sigraði 6-0, 6-1. Úrslitaleikurinn í kvennaflokki var hörkuspennandi en þar kepptust Bryndís Rósa og Saulé um fyrsta sætið og endaði leikurinn í sigri hjá Bryndísi 7-5, 5-7, 10-8. Daníel Pozo og Þengill kepptu um þriðja sætið í karlaflokki sem Daníel hneppti eftir spennandi leik. Loks spiluðu Eygló Dís og Anna Soffía um þriðja sætið í kvennaflokki sem endaði með sigri hjá Önnu Soffíu.

 

Við þökkum spilurum fyrir þátttökuna og óskum öllum gleðilegra hátíða og bráðum nýs árs.

Önnur úrslit má sjá hér: Úrslit Jóla-bikarmóts

Hér fyrir neðan má sjá myndir frá mótinu og verðlaunaafhendingunni: