Sigur í tvíliðaleik hjá Emilíu Eyvu á Tennis Europe U14 Soul Cup

Við óskum Emilíu Eyvu til hamingju með sigur í tvíliðaleik í 14 ára yngri móti Tennis Europe sem haldið var í Istanbul í Tyrklandi á dögunum. Emilía keppti með Ellu Moller frá Danmörku en unnu þær alla leikina sína saman örugglega og fór úrslitaleikurinn 6-1, 6-2.

Emilía keppti líka í einliðaleik og vann fyrsta leikinn sinn þar 6-1, 6-0 en tapaði síðan í 16-manna úrslitum.

Nú fer síðan að styttast í að Emilía hefji leik á Tennis Europe U12 festival og hlökkum við til að fylgjast með henni þar!