Þessa dagana er Ten-Pro mótið í Rafa Nadal akademíunni í fullum gangi í Mallorca á Spáni. Fjórir tennisspilarar frá Íslandi ákváðu að taka þátt í mótinu og gafst þeim tækifæri á að spila fjölmarga leiki við sterka spilara hvaðanaf úr heiminum, en á mótinu voru spilarar frá rúmlega 60 löndum. Ómar Páll, Andri Mateo, Daníel Pozo og Saule Sukauskaité tóku öll þátt í mótinu og spiluðu samtals um 30 leiki og stóðu sig mjög vel. Jafnframt fengu þau frábæra keppnisreynslu með þátttöku í mótinu og unnu bæði og töpuðu leikjum.
Við óskum þeim til hamingju með árangurinn!