
Day: November 14, 2023

Keppnin hafin hjá Emilíu í u12 Tennis Festival
Emilía Eyva hóf keppni mánudaginn, 13. nóvember, í spennandi leik á móti Romana Dekanova frá Slóvakíu. Emilía byrjaði mjög vel og komst í 4-1 í fyrsta settinu. Dekanova fór síðan í annan gír og vann næstu fjórar lotur og var yfir 5-4 og með uppgjöf.