Íslenska Kvennalandsliðið keppti aðra viðureign sína í dag gegn Albaníu á heimsmeistarmótinu í liðakeppni, “Billie Jean King Cup”, sem fram fer í Skopje, höfuðborg Makedóníu.
Anna Soffía Grönholm spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Kristal Dule. Anna spilaði flott í fyrsta settinu og stóð vel í henni en tapaði þó 6-3. Annað settið varð aðeins erfiðara þar sem Kristal spilaði feykivel og tók settið 6-0. Sofia Sóley Jónasdóttir spilaði nr.1 einliðaleikinn gegn Gresi Bajri. Sofia átti ekki sinn besta leik í dag og þurfti að lúta í lægra haldi 6-1 6-1
Í tvíliðaleiknum kepptu Sofia og Anna á móti Gresi Bajri og Reu Qinami. Íslenska liðið byrjaði ekki nægilega vel og var fljótt að missa fyrsta settið frá sér 6-2. Þær fundu þó einbeitinguna og byrjuðu seinna settið af miklum krafti og komust í 4-1 og tókst á endanum að sigra 7-5. Í þriðja settinu var mikil spenna og var íslenska liðið gríðarlega nálægt því að klára þetta en náðu því miður ekki að nýta tækifærin og töpuðu lokasettinu 6-4.
Á morgun keppir Íslenska liðið þriðja leikinn sinn gegn Azerbaidsjan kl.8:00 á íslenskum tíma. Hægt er að fylgjast með stöðu leikja í beinni á eftirfarandi slóð:
https://live.billiejeankingcup.com/en/tie-overview.php/ALL-LIVE
ÁFRAM ÍSLAND!!!!!!