Smáþjóðaleikarnir á Möltu

Íslenska karla og kvennalandsliðið í tennis ferðaðist á smáþjóðaleikana á Möltu síðastliðinn sunnudag sem partur af 114 manna hóp sem tekur þátt í 9 mismunandi íþróttagreinum. Fyrir hönd karlalandsliðsins spila þeir Anton Jihao Magnússon og Vladimir Ristic með Andra Jónsson sem þjálfara. Fyrir hönd kvennalandsliðsins spila þær Sofia Sóley Jónasdóttir og Anna Soffía Grönholm með Jón Axel Jónsson sem þjálfara.
Tvíliðaleikskeppnin byrjaði strax á mánudaginn í báðum flokkum. Sofía Sóley og Anna Soffía kepptu á Móti Klio Maria Ioannou og Maria Constantinou frá Kýpur í fyrstu umferð. Þær byrjuðu leikinn vel og fóru í hörkuleik í fyrsta settinu en misstu svo dampinn í seinna settinu og tapaðist leikurinn 6-4 6-1. Ágætis leikur hjá þeim en náðu því miður ekki að nýta sénsana í fyrsta settinu.
Einliðaleikskeppnin byrjaði á þriðjudaginn í báðum flokkum.
Anna Soffía byrjaði fyrsta leik í kvennaflokki gegn Maria Constantinou frá Kýpur. Hún byrjaði hægt en vann sig rólega inní leikinn með mikilli baráttugleði og átti nokkra sénsa í seinna settinu en þurfti að lúta í lægra haldi 6-2 6-2.
Sofia Sóley keppti svo á móti Elenora Molinaro frá Lúxemborg. Elenora hefur tvisvar sinnum unnið smáþjóðaleikina og var á sínum tíma, eða árið 2019, númer 234 á heimslistanum. Sofia byrjaði ágætlega og átti ágætis rispur en sá svo aldrei til sólar þar sem andstæðingurinn steig varla feilspor og spilaði gríðarlega vel. Elenora sigraði 6-1 6-0.
Þar sem um er að ræða hreina útsláttarkeppni þýða þessi úrslit beggja liða að þátttöku okkar í einliða og tvíliðaleik er lokið á Smáþjóðaleikunum í ár. Á miðvikudagur verður svo keppt í tvenndarleik þar sem Sofia Sóley og Anton Magnússon keppa saman gegn Andorra. Þess má til gamans geta að stelpan sem spilar fyrir Andorra er númer 185 á heimslistanum.
Strákarnir okkar, Vlado og Anton, byrjuðu mótið gegn virkilega sterku liði heimamanna frá Möltu þá Matthew Asciak og Matija Pecotic, báðir inná ATP heimslistanum og Matija í kringum 500 í heiminum. Mikil stemmning á svæðinu og eitthvað yfir 100 manns að horfa á fyrsta leik okkar manna. Því miður gekk þetta ekki alveg nógu vel hjá okkur en leikurinn tapaðist frekar hratt eftir fyrstu 2-3 loturnar og komust Vladimir og Anton lítið inn í leikinn, 16 06. Áfram gakk!
Dagur tvö hjá okkur var síðan í dag, þriðjudag, þar sem við byrjuðum í einliðaleik karla og kvenna. Vladimir spilaði gegn nr 1 seed í mótinu honum Valentin Vacherot, í kringum 350 ATP, frá Mónako. Virkilega erfitt verkefni fyrir okkar mann en Vlado var nálægt að vinna 2-3 lotur en annars gaf Mónakóbúinn ekki mikið færi á sér og fór frekar fljótt í gegnum þetta á endanum, lokatölur 06 06. Anton var svo næstur afstað en hann var að keppa á móti háskólaspilara úr Stanford frá Kýpur honum Stylianos Christodoulou. Leikurinn fór virkilega vel afstað og var allt í járnum fyrstu 6 loturnar. Í stöðunni 2-2 í fyrsta setti átti Anton möguleika að komast í 3-2 en því miður þá náði andstæðingur hans að komast í gegnum þann kafla í leiknum og var fyrsta sett allt í einu búið 6-2. Annað sett byrjaði einnig brösulega en Anton er baráttuhundur og reyndi hvað hann gat að berjast og halda í við Kýpurbúann en allt kom fyrir ekki og eftir læknapásu í stöðunni 2-5 þá tapaðist leikurinn 26 26.
Áfram Ísland!!