Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar

Guðmundur Halldór Ingvarsson, 15 ára, er tennis fulltrúi Íslands á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar (“European Youth Olympic Festival”) sem fer fram í þessari viku í Banska Bystrica í Slovakía,  keppni hófst kl.8 í dag er hann spilaði á móti Alan Wasny frá Póllandi í einliðaleik. Leiknum verður streymt og hægt að horfa í beinni á https://tenipo.com/match/wazny-alan-ingvarsson-gudmundur-halldor/155640

Guðmundur og Raj K. Bonifacius, tæknistjóri TSÍ, eru meðal 38 Íslendinga á mótinu og keppa Íslendingar í 8 íþróttagreinum á mótinu. Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar er ætluð þátttakendum á aldrinum 14-18 ára. Um 3.000 þátttakendur frá 48 löndum í Evrópu taka þátt á mótinu og hér er hægt að nálgast lista yfir alla þátttakendur Íslands. Tenniskeppnin er ætluð þeim sem eru fædd 2007 og 2008.

Áhugasamir eru hvattir til þess að fylgjast með gangi mála á Instagramsíðu ÍSÍ @isiiceland, Facebooksíðu ÍSÍ sem og hér á heimasíðu ÍSÍ.
Gestgjafar leikanna í Slóvakíu halda einnig úti frétta- og samfélagsmiðlum. Hér er hægt að skoða vefsíðu mótsins en einnig verður hægt að fylgjast með á Instagram (@eyof2022) og Facebook.