Fyrsti Leikurinn á BJK CUP

Íslenska Kvennalandsliðið er mætt til Skopje í Norður Makedóníu að keppa á BJK CUP – Heimsmeistaramótinu í liðakeppni Europe / Africa group III. Mótið verður haldið yfir dagana 4-9 júlí næstkomandi.
Liðið samanstendur af eftirfarandi leikmönnum:

Anna Soffía Grönholm
Hera Björk Brynjarsdóttir
Eva Diljá Arnþórsdóttir
Bryndís María Armesto Nuevo
Eyglós Dís Ármannsdóttir

Eftirfarandi 14 þjóðir taka þátt:
Suður Afríka, Norður Makedónía, Botswana, Uganda, Kósovo, Namibía, Kenía, Írland, Albanía, Ísland, Malta, Portúgal, Búrundi, Seychelles
Mótinu verður skipt niður í 4 riðla þar sem öll liðin munu spila gegn hvort öðru í “round robin” kerfi sem leiðir svo í umspil gegn liðum annarra riðla. Kepptir eru tveir einliðaleikir og einn tvíliðaleikur í hverri viðureign best af þremur settum og með forskoti.

Íslenska liðið var dregið í Riðil A ásamt Írlandi og Seychelles
Fyrsti leikur Íslenska liðsins var í dag (miðvikudaginn 6.júlí) gegn Seychelles. Íslenska liðið spilaði glimrandi tennis og valtaði yfir lið Seychelles 3-0 í viðureignum.
Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði nr.2 einliðaleikinn fyrir hönd Íslands gegn Cylvie Delpech og sigraði örugglega 6-1 6-0
Anna Soffía Grönholm spilaði nr.1 einliðaleikinn fyrir Ísland gegn Fatime Kante og sigraði einnig mjög sannfærandi 6-1 6-0
Anna Soffía Grönholm og Hera Björk Brynjarsdóttir spiluðu tvíliðaleikinn fyrir hönd Íslands og áttu frábæran leik þar sem þær töpuðu ekki einni einustu lotu og unnu 6-0 6-0.
Fullkominn byrjun á mótinu hjá Íslenska liðinu. Á morgun tekur þó við mjög erfið viðureign gegn Írlandi sem er álitið sterkasta lið mótsins samkvæmt styrkleikalista ITF.

Áfram Ísland!!!!!!!!!!!