Garima Nitinkumar Kalugade, ellefu ára stelpa frá Víking, vann kvennaflokkurinn í einliðaleik á Stórmóti Víkings sem haldið var á tennisvelli Víkings í Fossvoginum núna um helgina. Raj K. Bonifacius sigraði þá karlamegin.
Í úrslitaleik vann Garima á móti Eygló Dís Ármannsdóttir, frá Fjölni, 6-1, 6-2 á meðan Raj vann Daniel Wang Hansen, Tennisfélag Kópavogs, 6-0,6-1.
Niðurstöður Stórmóts Víkings voru eftirfarandi:
Karlaflokkur
1. Raj K. Bonifacius (Víkingur)
2. Daniel Wang Hansen (Tennisfélag Kópavogs)
3. Þengill Alfreð Árnason (Tennisfélag Hafnarfjörðs)
Kvennaflokkur
1. Garima Nitinkumar Kalugade (Víkingur)
2. Eygló Dís Ármannsdóttir (Fjölnir)
3. Lilja Björk Einarsdóttir (Víkingur)
Í barnaflokki sigraði Magnús Egill Freysson (Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur) og Dagur Snær Júlíusson (Víkingur) sigraði Mini Tennis flokkurinn.
Íslandsmótið í liðakeppni í tennis stendur nú yfir á dögunum 27.júní – 10.júlí á Víkingsvellinum. Meistaraflokkurinn verður frá 27.júní – 1.júlí og Barna- og öðlinga flokkana frá 4.-10.júlí.