Jóla- og Bikarmót TSÍ 2021

Síðasta mót ársins, Jóla- og Bikarmót TSÍ verður haldið 17-22. desember fyrir börn og unglinga og +30 flokk, 27.-30. desember fyrir ITN og +50 flokkar.

Keppt er í einliða-, tvíliða-, og tvenndarleik á mótinu og fer mótið fram í Tennishöllin í Kópavogi (Dalsmári 13, 201 Kópavogur)

Dagana 17.-22. desember verður keppt í :
Mini tennis, U10, U12, U14, U16, U18 og 30+ flokkum
Síðasti skráningardagur er miðvikudaginn, 14. desember.
Mótskrá verður tilbúin fimmtudaginn, 15. desember.

Á milli jóla og nýárs, dagana 27.-30. desember er keppt í:
ITN flokki sem er fyrir alla og 50+ flokki.

Vinsamlega athuga að keppnistímar mótsins frá 27.-30. desember verða frá kl.14.30-19.30.
Síðasti skráningardagur er þriðjudaginn, 20. desember.
Mótskrá verður tilbúin 22. desember.

Peningaverðlaun verða veitt fyrir efstu þrjú sæti í meistaraflokki einliðaleik karla og kvenna –

  1. Verðlaun = 30.000 kr.
  2. Verðlaun = 20.000 kr.
  3. Verðlaun = 10.000 kr.

Úrslitaleikur og lokahóf mótsins verður fimmtudaginn, 30. desember

Mótsgjöld í fullorðinsflokkum eru:
Einliðaleikur: 5.000 kr
Tvíliða-tvenndarleikur: 2.500 kr

Mótsgjöld í barnaflokkum eru:
Einliðaleikur: 3.000 kr
Tvíliða-tvenndarleikur: 1.500 kr

Verð í ITN flokk fyrir börn og unglinga 18 ára og yngri er 3.000 kr

Vinsamlegast athugið að hámarks þátttaka eru (2) einliðaleiksflokkar og (2) tvíliða-tvenndarflokkar og að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.

Allir fæddir 2005 og fyrr framvísi neikvæðri niðurstöðu úr hraðprófi (antigen) sem má ekki vera eldra en 48 klst fyrir fyrsta leik.

Mótsstjóri er: Raj K. Bonifacius, s.820-0825, raj@tennis.is