TSÍ – ITF Þjálfaranámskeið var haldið s.l. helgi í Íþróttamiðstöðinni í Laugardal og tennisvöllum Víkings. Þetta námskeið er eitt af samvinnuverkefnum milli TSÍ og alþjóða tennissambandsins og voru tólf manns skráðir.
Fyrsti dagur námskeiðsins var haldinn í fundarsal íþróttamiðstöðunni þar sem var nægilega mikið pláss til að hafa nemendur með tveggja metra millibili. Þátttakendur námskeiðsins voru mjög fjölbreyttir og fengum við góð kynning frá þeim um tennis reynslu þeirra. Viðfangsefni námskeiðsins hófst með myndbandsefni gefið út af ITF í tengslum við “ITF-Academy”, sem er fræðslu vettvangur fyrir tennis þjálfara. Núna í ár hafa ITF ákveðið að fella niður gjöld í tengsl við aðgang siðunni og hvet ég allir til að skrá sig á meðan. Við fengum tækifæri til að skoða það sem er í boði innan “ITF Play and Stay” síðunni sem tengjast herferð sem ITF stendur fyrir. Innan Play and Stay eru allskyns kennslugögn til að hjálpa þjálfurum með þau sem eru að byrja í tennis. “TennisXpress” og “Tennis10s” eru tveir stórir hópar innan Play and Stay og skoðuðum við nokkrar kennslustundir til að fylgjast með áherslu í kennslutækni þeirra.
Við fórum svo yfir hlutverk tennisþjálfara og hæfni sem væri æskilegt að hafa í þessu hlutverki. “Games Based Approach” kennslu aðferðafræði var útskýrð og hverskonar samskipti væri ráðlögð til þess að tryggja þjálfurum betri árangur með nemendur sína. Við fórum yfir þróun á tenniskennslu í sambandi við þær tegundir af tennisboltum og vallastærð sem ITF hefur innleitt undanfarin ár og munur milli þeirra á bæði æfingum og keppni. Svo tókum við góðan tíma til að ræða um uppbyggingu kennsluþátta með taktík og tækni. Nemendur fengu svo hugmyndir um mismunandi keppnisfyrirkomalag og að búa til kennsluprógram. Við fórum síðan yfir gátlista um þá eiginileika sem skipta máli fyrir þjálfara þegar þeir eru að þjálfa, eins og að læra nöfn nemenda sinna, endurgjöf þeirra og annað, bæði munnleg og táknræn. Síðan var opin umræða og efni morgundagsins á vellinum. Nemendur fengu svo sendar upplýsingar um þjálfaraleiðir hjá ITF (https://www.itftennis.com/en/news-and-media/articles/itf-coach-education-programme-educating-and-certifying-coaches/) og hugmyndir um kennsluplön (https://www.youtube.com/playlist?list=PLXBAL4Tb3d8ysYthPa4VXkuKEqjK7FDmQ)
Seinni dagurinn var kennslan á Víkingsvöllunum. Við höfðum aðgang að tveimur tennisvöllum og frábært veður til að læra tennis. Við byrjuðum með því að leggja áherslu á að mæta stundvíslega og hefja kennslu á réttum tíma. Við settum saman búnað eins og þjálfarar þurfa að sjá um og hófst strax með upphitun og hreyfi- og teygjuæfingar sem nauðsynlegar eru fyrir yngri og eldri iðkendur. Þetta er líka kjörinn tími til að byrja að fylgjast með íþrótta- og samhæfileikagetu nemendanna.
Þátttakendur á námskeiðinu voru beðin um að nota öfuga hendi í gegnum allar æfingar og leiki til að líkjast því sem byrjendur mundi upplifa. Síðan var kynnt einföld upphitunaræfing og farið svo að kynna grunndvallarstig tenniskeppni, mini tennis. Það var lögð áherslu á að kynna eins mikið af raunverulegum tennissiðum, reglum og venjum sem tilheyra mini tennis. Við lögðum áherslu á Games Based Approach kennslufræði með minni umfjöllun um tennistækni og meira á taktik. Tennis talning á að vera kynnt sem fyrst ásamt valmöguleikum leikmanna við upphaf leiksins.
Þátttakendum var dreift á fimm mismunandi mini tennis vellir á meðan stakur nemandi æfði með sippuband í hverri 5 mínútna umferð. Við ákveðum að nota “upp og niður” keppnis fyrirkomulag og nemendur mjög virkir að reyna að vinna leikinn með þeirri áskorun að spila með öfugri hendi. Eftir nokkrar umferðir var skipt yfir í aðeins stærri svæði – keppni á hálfum velli, sem nemendum fannst talsvert erfiðari. Nemendur voru meira upptekin við að hugsa um tæknilega erfiðaleika en taktik og með því ekki jafn mikið spil og ekki eins skemmtilegt eins og mini tennis var. Hér kemur inn ávinning með Games Based Approach, því núna hafa nemendur þörf fyrir að læra tæknileg atriði því það er nauðsynlegt til þess að framkvæma taktik sem þau vilja nota inni keppni.
Að loknum námskeiðinu fengu nemendur viðurkenningu fyrir þátttöku þeirra.
Þátttakendur þjálfaranámskeiðsins voru: Ásta María Armesto Nuevo, Bryndís Rósa Armesto Nuevo, Dhanashri Vipinchandra Pawar, Erik Freyr Engilbertsson, Eydís Magnea Friðriksdóttir, Hans Haraldsson, Kári Pálsson, Kjartan Ásgeirsson, Mikael Kumar Bonifacius, Nitinkumar Rangrao Kalugade thr og Valdimar Eggertsson.
Kennari: Raj K. Bonifacius, ITF tutor