Sigurganga Oscar Mauricio í tennis heldur áfram

Oscar Mauricio Uscategui, Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur, þurfti að hafa mikið fyrir því í úrslitaleik TSI-ITF ITN keppninni á móti Ólafi Helga Jónssyni, Fjölni, í gær. Leikurinn byrjaði á miðvikudaginn en þurfti að stöðva eftir tvo tíma vegna myrkurs þegar Oscar leiddi 6-3, 3-6, 2-1. Leikmennirnir mættu svo aftur kl. 19:00 í gær og byrjaði Ólafur Helgi mun betur. Hann vann fyrstu þrjár lotur, leiddi 4-2 og var einu stigi frá því að taka 5-2 forskot í lokasettinu. En Oscar Mauricio náði að spila af meira öryggi og vann svo lotuna. Keppendur voru svo hnífjafnir eftir það og endaði leikurinn í oddalotu þegar staðan var 6-6 í lotum. Ólafur Helgi vann fyrstu tvö stigin, en Oscar Mauricio náði að síga framúr í þessum þriggja klukkutíma leik, og vann oddalotuna 7-5.

Þetta er önnur TSÍ-ITF ITN keppnin í röð sem Oscar Mauricio sigraði og verður hann og Ólafur Helgi með í næstu keppni sem hefst á  mánudaginn.

Í þriðja sætis leiknum hafði Laurent Jegu, Hafna- og mjúkboltafélag Reykjavíkur, betur gegn Magnúsi Kjartan Sigurðssyni, Víkingi, og vann 6-4, 6-3.

Skráning í næstu TSI-ITF ITN keppni er hafin á https://tsi.is/2020/07/tsi-itf-motarod-hefst-manudaginn-27-juli/