Stórmót HMR og Stórmót Víkings – Skráning

STÓRMÓT  Hafna- og Mjúkboltafélag Reykjavíkur, 2.-6.júní,  og   STÓRMÓT Víkings, 8.-13.júní.
Staður: Tennisklúbbur Víkings, Traðarland 1, 108 Reykjavík

Keppt verður í eftirfarandi flokkum:
• “Mini Tennis”
• Einliðaleik í barna- og unglingaflokkum  – 10 ára, 12 ára &  14 ára
• Einliðaleik í ITN flokki

ITN flokkurinn hentar öllum og fara menn inn í mótið á þeim stað sem passar við þeirra getu. Ef keppandi er ekki á ITN listanum staðsetur mótstjóri keppandann á þann stað sem hann telur vera réttast.

Mótsgjald (hvert mót)
Einliðaleikur – 2.500 kr./mini tennis;  3.000 kr./ barna- og unglingaflokkum;
4.000 kr./ ITN

ATH – Síðasti skráningar (og afskráningar!) dagur fyrir mótið er fimmtudaginn, 28. maí kl. 18 (HMR mótið) og  fimmtudaginn, 4. júní kl. 18 (Víkings mótið).
Athugið að flokkar verða sameinaðir ef þurfa þykir.

Verðlaunaafhending verður auglýst þegar mótskrá er tilbúin.

Mótskrá: Tilbúin laugardaginn 30. maí (HMR mótið) og 6. júní (Víkings mótið)  inná  www.tennissamband.is & www.tennis.is

Mótstjóri: Raj K. Bonifacius, s. 820-0825   raj@tennis.is