Úrslit: 1. Stórmót TSÍ 2020

Fyrstu tenniskeppni ársins á mótaröð TSÍ  – 1. Stórmót, lauk í dag í Tennishöllinni í Kópavogi.  Keppt var í ITN meistaraflokki, U14, U12, U10 og Mini Tennis flokkunum.
Í ITN meistaraflokki voru þau  Anna Soffía Grönholm (TFK) og Sander Ponnet (Belgíu) sem náðu lengst í mótinu.   Anna Soffía komst lengst af öllum konum og Sander vann Raj K. Bonifacius (Víkingi) í úrslitaleiknum 6-4, 6-3.  Sofía Sóley Jónasardóttir (TFK) komst í annað sæti á meðan  Björgvin Atli Júlíusson (Víking) og Eva Diljá Arnþórsdóttir (Víking) náðu þriðja sæti.  Sander er skiptanemi frá Antwerpen, Belgiu og stundar íþróttafræðinám við Háskólinn í Reykjavík á þessari önn.

Samtals voru fimmtán börn sem tók þátt í Mini Tennis mótinu og voru þau Bryndís Roxana Soloman (HMR) og Daníel Thor Kristjánsson (Víking) sem sigruðu alla leikina sína.
Nokkrar myndir hér í viðhengi.
Hér eru úrslit frá hinum flokkunum –
  U10 börn einliða

1    Björn August Björnsson Schmitz (Víking)
2    Riya Nitinkumar Kalugade (HMR)
3    Bryndís Roxana Solomon  (HMR)

U12 strákar einliða
1    Ómar Páll Jónasson  (TFK)
2    Andri Mateo Uscategui Oscarsson (TFK)
3    Björn August Björnsson Schmitz  (Víking)
1 B-keppni Kristján Logi Kristjánsson  (BH)

U12 stelpur einliða
1    Garima Nitinkumar Kalugade     (Víking)
2    Saule Zukauskaite  (Fjölnir)
3    Íva Jovisic  (Víking)

U14 strákar einliða
1    Ómar Páll Jónasson  (TFK)
2    Aleksandar Stojanovic  (Víking)
3    Sigurður Andri Gröndal  (BH)
1 B-keppni Andri Mateo Uscategui Oscarsson (TFK)

U14 stelpur einliða
1    Eygló Dís Ármannsdóttir  (Fjölnir)
2    Saule Zukauskaite   (Fjölnir)
3    Karen Lind Stefánsdóttir   (TFK)

Næsta keppni í mótaröð TSÍ verður Íslandsmót Innanhúss 26.-28. mars 2020.