Íslandsmót Liðakeppni TSÍ

Tennisfélag Kópavogs (TFK) tryggði sér titillinn í dag þegar Jón Axel Jónsson og Jónas Páll Björnsson unnu 3-0 sigur á móti Agli G. Egilssyni og Ólafi Helga Jónssyni frá Fjölni. Jón Axel og Jónas unnu Egil og Ólaf í tvíliðaleik 9-4. Síðar vann Jón Axel leikinn við Ólaf 6-2, 6-0 og Jónas vann Egil 6-4, 6-1.

Um þriðja sæti keppti Víkingur-A lið við Hafna- og Mjúkboltafélagið (HMR). Laurent Jegu og Marc Portal byrjuðu vel fyrir HMR og unnu tvíliðaleikinn á móti Erik Figueras og Ömer Daglar Tanrikulu 9-5. En Víkings menn reyndust erfiðari í einliðaleik og unnu þeir Erik og Ömer Daglar leiki sína. Erik á móti Laurent 6-4, 6-7 (5), 10-7 og Ömer Daglar á móti Rares Hidi 1-6, 6-3, 10-7.

 

Á mánudaginn hefjast meistaraflokks leikirnir þegar kvennalið TFK tekur á móti heimamönnum kl. 18:30 og Fjölnir keppir við Víking, líka  kl. 18:30. Meiri upplýsingar um keppni er hægt að skoða hér –http://www.tournamentsoftware.com/sport/draws.aspx…