Ísland keppti viðureign nr. 2 á þriðjudag á heimsmeistaramótinu í liðakeppni gegn Litháen sem er álitið sigurstranglegasta liðið mótinu þegar kemur að syrkleikamati ITF.
Ísland tapaði því miður aftur mjög sannfærandi 3-0 í viðureignum gegn feykisterku liði Litháa.
Anna Soffía Grönholm tapaði 6-0 6-1 gegn Ivetu Daujotaite í fyrsta einliðaleiknum. Þetta var virkilega erfiður leikur þar sem Iveta gaf ekki tommu eftir þegar kom að öruggu spili og þurfti Anna að hafa virkilega mikið fyrir öllum sínum stigum. Með smá heppni hefði Anna getað tekið aðeins fleirri lotur en sú var ekki raunin í dag.
Íris Staub spilaði gegn Joana Eidukonyte sem er nr. 776 á heimslistanum í nr. 1 einliðaleiknum. Íris þurfti að lúta í lægra haldi 6-0 6-0 gegn svakalegum krafti þeirra Litháensku. Írirs átti þó nokkra lotubolta en náði því miður ekki að nýta þau tækifæri.
Íris og Anna töpuðu svo tvíliðaleiknum 6-1 6-0 gegn Eidukonyte og Daujotaite.
Selma Dagmar Óskarsdóttir og Ingibjörg Anna Hjartardóttir voru ónotaðir varamenn.
Þrátt fyrir að lið Litháa hafi verið með mikla yfirburði í viðureigninni mátti þó sjá góðan mun á Íslenska liðinu ef við berum saman spilið við leikina gegn Finnlandi daginn áður. Liðið er hægt og rólega að finna taktinn og vonandi verður liðið tilbúið í bardagann gegn Möltu.