Fed Cup 2019 – Helsinki

Ísland keppti fyrsta leik sinn í dag á móti Finnlandi á Heimsmeistaramótinu í liðakeppni sem er einmitt haldið í höfuðborg Finnlands.

Þær áttu því miður ekki mörg tækifæri gegn gríðarlega sterku liði Finna sem vann viðureignina mjög sannfærandi 3-0 í leikjum.

Anna Soffía Grönholm spilaði nr. 2 fyrir hönd Íslands gegn Miu Nicole Eklund sem er nr. 708 á heimslistanum. Leikurinn endaði 6-0, 6-1 en staðan segir ekki allt þar sem Anna átti ágætis leik og loturnar mjög jafnar en því miður var heppnin ekki með henni í dag þegar kom að því að klára loturnar.

Íris Staub spilaði nr. 1 fyrir Ísland gegn feykisterkri 19 ára Anastasiu Kulikovu sem er nr. 537 á heimslistanum. Íris átti því miður ekki marga sénsa gegn Kulikovu sem sló gríðarlega fast og gerði næstum enga “unforced errors”. Leikurinn fór 6-0,6-0

Í tvíliðaleiknum spiluðu Íris og Anna gegn Anastasiu Kulikovu og Emmu Laine sem var eitt sinn númer 50 í heiminum í einliðaleik og í dag 315 í heiminum í tvíliðaleik.

Tvíliðaleikurinn var einnig spilaður á gríðarlega háu tempói þar sem Finnsku stelpurnar léku á als oddi fyrir fram Finnsku áhorfendurna og unnu leikinn mjög sannfærandi 6-0 6-0

Í heild voru atvinnukonurnar í finnska liðinu því miður nokkrum númerum of stórar fyrir Ísland í dag. Það má einnig til gamans geta að allir þrír leikmenn Finnlands voru örvhentir sem verður að teljast mjög sjaldgæft.

Selma Dagmar Óskarsdóttir og Ingibjörg Anna Hjartardóttir voru ónotaðir varamenn.

Á morgun (þri) kl.12:00 að íslenskum tíma verður leikið gegn Litháen sem er seedað nr. 1 í mótinu og eigum við því von á öðrum mjög erfiðum leik.