Anna Soffía og Raj með sigra á 3. stórmóti TSÍ 2018

Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Raj K. Bonifacius úr tenn­is­deild Vík­ings sigruðu á þriðja stórmóti Tennissambands Íslands um helgina.

Anna Soffía Grönholm og Sofia Sóley Jónasdóttir spiluðu til úrslita í hörkuleik sem lauk með sigri Önnu Soffíu 6-2, 6-3.


Raj Bonifacius og Björgvin Atli Júlíusson léku til úrslita í karlaflokki. Raj spilaði af gríðarmikilli nákvæmni og sigraði örugglega 6-0, 6-1.

Úrslit í kvenna­flokki:

1. sæti  Anna Soffía Grönholm, TFK
2. sæti  Sofía Sóley Jónasdóttir, TFK
3. sæti  Selma Dagmar Óskarsdóttir, TFK

Úrslit í karlaflokki:

1. sæti  Raj K. Bonifacius, Víkingi
2. sæti  Björgvin Atli Júlíusson, Víkingi
3. sæti  Brynjar Sanne Engilbertsson, BH og  Ólafur Páll Einarsson, Víkingi

Tenglar og úrslit frá örðum flokkum mótsins eru hér –

ITN Meistaraflokkur – http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&event=80
U14 Stelpur –http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&draw=79
U14 Strákar –  http://www.tournamentsoftware.com/sport/draw.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&draw=79
U12 börn –  http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&event=78
U10 börn – http://www.tournamentsoftware.com/sport/event.aspx?id=A152154D-DB9B-4030-AE54-05228B849409&event=78

Sigurvegarar í Mini Tennis voru  Óskar Páll Róbertsson (eldri) og  Andri Mateo Uscategui  (yngri).

Alls voru 80 keppendur á mótinu.