ITF Icelandic Senior Championships lokið

ITF Icelandic Senior Championships lauk í dag á Víkingsvöllum í Fossvoginum. Þetta er annað árið sem alþjóða öðlinga mótið er hérlendis og keppt var í +35 aldursflokk í karla einliða- og tvíliða og kvenna einliðaleik. Sigurvegarar í ár eru Carola Frank í kvenna einliða og Stefán R. Pálsson með tvöfaldan sigur í bæði í einliða- og tvíliðaleik ásamt Júlíusi Atlasyni. Carola átti hörku úrslitaleik á móti Lilja Björk Einarsdóttir sem tók 2,5 klukkustundir og vann 6-2, 5-7, 7-5. Stefán vann Jonathan R. Wilkins frá Bretlandi í úrslita einliðaleik, 6-2, 6-1. Í tvíliðaleik unnu Júlíus og Stefán á móti Oscar Uscategui frá Kólumbíu og Jonathan 6-3, 6-3.

   

 

Úrslit

Karla einliða


1. Stefán R. Pálsson
2. Jonathan R. Wilkins
3. Júlíus Atlason

Karla tvíliða
1. Stefán R. Pálsson / Júlíus Atlason
2. Jonathan R. Wilkins / Oscar Uscategui
3. Daglar Tanrikulu / Ulfur Uggason

Kvenna einliða


1. Carola Frank
2. Lilja Björk Einarsdóttir
3. Hanna Jóna Skúladóttir