Samkvæmt fjárhagsáætlun TSÍ 2017 sem var samþykkt á ársþingi sambandsins, hefur kostnaðarliðurinn um styrki vegna verkefna á eigin vegum verið hækkaður upp í kr. 500.000.- Styrkurinn er ætlaður til að styðja við tennisspilara sem fara á eigin vegum erlendis í mót.
Umsókn skal skilað til Tennissambands Íslands á netfangið asta@tennissamband.is.
Skilafrestur er til 12. maí 2017
Umsóknin skal eigi vera lengri en ein blaðsíða og innihalda eftirfarandi upplýsingar:
- Nafn, kennitala, símanúmer og heimilisfang umsækjanda
- Banka upplýsingar
- Upplýsingar um mót sem umsækjandi hyggst taka þátt í
o Nafn móts og styrkleiki þess
o Staðsetning
o Tímasetning
o Kostnaður
- Aðrar upplýsingar sem umsækjandi vill taka fram
- Upphæð styrks sem sótt er um
Úrvinnsla umsókna verður unnin af stjórn TSÍ og styrkir greiddir út í júní. Styrkþegar þurfa að skila inn stuttri greinagerð að verkefni loknu þar sem farið er yfir árangur og ávinning.