Jólamót Tennishallarinnar – Bikarmót TSÍ

17-22 des: Mini tennis, 10-,12-,14-,16-,18 ára og yngri einliða og tvílliða

27-30 des: ITN, 30+, 40+, 60+, tvíliða, tvenndar, byrjendaflokkur

Barnaflokkar:  Keppt er í aldursflokkum bæði í einliðaleik og tvíliðaleik.

ITN:  Þú getur spilað við karl eða konu unga sem aldna en leikirnir eru jafnir og spennandi.

 

Byrjendaflokkur fyrir alla byrjendur

Keppt er í byrjendaflokki.  Allir sem byrjuðu í tennis á árinu geta tekið þátt í þessum flokki.
Í verðlaun er glæsilegur Babolat tennisspaði.

 

Verð fyrir barna- og unglingaflokka: Einliðaleikur 2400 kr.  Mini tennis 1.500 kr. Tvíliða kr. 1.500.

Verð fyrir ITN og fullorðinsflokka: Einliðaleikur 3.000 kr.  Tvíliða eða tvenndarleikur 2000 kr

Börn og unglingar geta einnig keppt í ITN eða forgjafarflokki og greiða 2.400 kr fyrir hvern flokk.

 

Tímatafla kemur upp á www.tennissamband.is . Vertu með á stærsta móti ársins.

 

Mótstjórar eru:  Raj Bonifacius (Barna- og unglingaflokkar) og Grímur Steinn Emilsson (fullorðinsflokkar og ITN)

 

Skráning er í Tennishöllinni og á www.tennissamband.is til 14. desember vegna barna- og unglingaflokka en til 21. desember vegna ITN og fullorðinsflokka.