Fyrirlestrar: næring og hugarþjálfun

TSÍ hélt 12. desember 2016 flotta fyrirlestra í fundarsal ÍSÍ fyrir afreksfólkið okkar í tennis.


Geir Gunnar Markússon næringarfræðingur talaði um hvernig hægt er að nota mat til að stjórna orku fyrir, á meðan og eftir æfingar og leiki.

Helgi Héðinsson sálfræðingur kom svo og talaði við unga fólkið um hugarþjálfun, hvernig við undirbúum okkur fyrir leik og hvernig við náum tökum á einbeitingu og stressi.

Góð mæting var og allir höfðu gagn og gaman af.