Goðsögn í tennisheiminum á Íslandi

Tennisgoðsögnin Björn Borg er staddur hér á landi þar sem sonur hans er að taka þátt í Kópavogur Open. Í tilefni af því hefur hann fallist á að spjalla við íslenska fjölmiðla á stuttum blaðamannafundi.

5100260-borg2

Blaðamannafundurinn verður haldinn föstudaginn 27. maí kl. 15:00 í Tennishöllinni Kópavogi.
Fróðlegt verður að spyrja Björn Borg um möguleika íslenskra tennisspilara í alþjóðlegan mælikvarða og hvernig aðstaða og aðbúnaður keppenda hér á Íslandi sé í samanburði við Svíþjóð og önnur lönd þar sem hann þekkir til.
Fjölgun innanhúsvalla er mikið forgangsmál þar sem það opnar betri möguleika á stórum alþjóðlegum mótum og Ásta M. Kristjánsdóttir formaður TSÍ situr einnig fyrir svörum.