Íslenska kvennalandsliðið fór út til Svartfjallalands í nótt en þær munu keppa á Fed Cup sem hefst á mánudaginn. Ísland keppir í 3.deild Evrópu/Afríku riðils en það hefur alltaf spilað í þeirri deild. Þetta er í tólfta skiptið sem Ísland sendir lið á Fed Cup en það tók fyrst þátt árið 1996.
Íslenska landsliðið er að þessu sinni skipað fjórum leikmönnum. Þær eru: Anna Soffia Grönholm, Hera Björk Brynjarsdóttir, Hekla Maria Oliver og Selma Dagmar Óskarsdóttir. Anna Soffia og Hera Björk eru að keppa þriðja árið í röð á Fed Cup en Hekla Maria og Selma Dagmar eru báðar að keppa í fyrsta skipti. Jón Axel Jónsson er þjálfari liðsins.
Keppnin hefst á mánudaginn 11.apríl og stendur yfir til og með laugardagsins 16.apríl. Keppt er á leirvöllum í borginni Ulcinj á Svartfjallalndi.