Ísland endaði í 15.-16.sæti – Hera Björk með sinn fyrsta sigur á Fed Cup

Hera Björk með sátt með fyrsta sigur sinn á Fed Cup eftir magnaða endurkomu í 3ja setti

Hera Björk með sátt með fyrsta sigur sinn á Fed Cup eftir magnaða endurkomu í 3ja setti

Ísland spilaði sinn síðasta leik á Fed Cup á móti Kósóvó í dag og tapaði 2-1.

Anna Soffia Grönholm spilaði fyrri einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 4 hjá Kósóvó, Arlinda Rushuti. Þrátt fyrir að spila númer 4 í liðinu var hún langbest hjá Kósóvó og spilaði mjög vel. Anna Soffia tapaði leiknum 6-0 og 6-0 en átti margar jafnar lotur.

Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur

Íslenska liðið frá vinstri: Anna Soffia, Selma Dagmar, Hera Björk og Hekla Maria ánægðar með íslenskan sigur

Hera Björk Brynjarsdóttir spilaði seinni einliðaleikinn fyrir Ísland gegn leikmanni númer 1 hjá Kósóvó, Edita Raca. Hera Björk átti flottan leik, spilaði mjög vel og sigraði í þremur settum 6-2, 6-7(4) og 6-2. Þetta var jafnframt fyrsti sigur Heru Bjarkar á Fed Cup.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Hera Björk og Anna Soffia á móti Arlinda Rushuti og Edita Raca. Íslensku stelpurnar spiluðu vel í leiknum og stóðu vel í kósóvó stelpunum þrátt fyrir að hafa tapað 6-3 og 6-4.

Ísland endaði þar með í 15.-16.sæti á mótinu. Lúxemborg og Noregur fóru upp um deild og spila því í 2.deild Evrópu- og afríkuriðils á næsta ári.

Anna Soffia á móti Arlinda Rushuti frá Kósóvó

Anna Soffia á móti Arlinda Rushuti frá Kósóvó