
Sofia Sóley (til vinstri) ásamt meðspilara sínum frá Möltu
Brynjar Sanne Engilbertsson, Tómas Andri Ólafsson og Sofia Sóley Jónasdóttir eru öll stödd í Antalya, Tyrklandi þar sem þau taka þátt í 14 ára og yngri Þróunarmótaröð Tennis Europe. Um er að ræða mót þar sem 32 keppendum frá hinum svokölluðu þróunarlöndum í tennis er boðið að taka þátt. Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem keppt er um öll sæti í báðum mótunum.
Mótaröðinni lauk síðastliðin föstudag og náðu Íslendingarnir að knýja fram 5 sigra af 17 leikjum gegn sterkum andstæðingum, sem má teljast flottur árangur miðað við að vera minnsta þjóðin í keppninni. Sofia Sóley Jónasdóttir tókst að ná þeim glæsilega árangri að komast alla leið í undanúrslit í tvíliðaleik þar sem hún spilaði með Francescu Curmi frá Möltu. Þetta er í fyrsta skiptið sem Íslendingur kemst svona langt í tvíliðaleik í þessu móti.

Brynjar Sanne Engilbertsson
Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna:
ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu.
Einliðaleikur
Brynjar Sanne Engilbertsson (24.sæti)
Tap vs Vedran Radonjin (173), Makedónía 6-0 6-0
Sigur vs Diell Mehmedi (524), Kósóva 6-1 6-0
Tap vs Martin Muedini (523), Albanía 6-0 6-1
Tap vs Arda Azkara (208), Tyrkland 6-0 6-1
Tap vs Bleron Ukehaxhaj, Kósóvó 6-3 6-7 2-6
Tómas Andri Ólafsson (22.sæti)
Tap vs Leo Puljic (262), Bosnía 6-0 6-1
Tap vs Matas Vasilauskas (83), Litháen 6-0 6-0
Sigur vs Bleron Ukehaxhaj, Kósóvó 7-5 6-4
Tap vs Arda Azkara (208), Tyrkland 6-3 6-3

Tómas Andri Ólafsson
Sofia Sóley Jónasdóttir (26.sæti)
Tap vs Evelina Martirosyan (579), Armenía 7-6 6-4
Tap vs Lya Salukvadze (446), Georgía 6-2 6-4
Sigur vs Anda Kadia (579), Albanía 3-6 6-1 6-2
Tap vs Umayra Hashimova (347), Aserbadsjan 6-2 6-2
Tvíliðaleikur:
Brynjar Sanne Engilbertsson og Tómas Andri Ólafsson
Tap vs Danila Kharou (262) & Mikhail Kniazeu (53), Hvíta Rússland 6-1 6-0
Sofia Sóley Jónasdóttir og Francesca Curmin frá Möltu
Sigur vs Nikoleta Jevtovic (328) & Sofija Radjenovic (471), Svartfjallalandi 6-3 6-2
Sigur vs Melin Onkaya (246) & Christina Stylianides (374), Kýpur 6-2 2-6 10-8
Tap vs Sofi Brich (113) & Viktoria Kanapatskaya (61), Hvíta Rússland 6-3 7-5

Sofia Sóley Jónasdóttir