Davis Cup hefst í dag í Eistlandi. Azerbaijan dró lið sitt úr keppninni og eru því 15 þjóðir sem taka þátt í stað 16. Keppt verður í þremur fjögurra liða riðlum og einum þriggja liða. Dregið var í riðla í dag og lenti Ísland í riðli C ásamt Andorra, Kýpur og Svartfjallalandi.
Hinir riðlarnir eru:
A riðill – Moldavía, Malta og San Marínó
B riðill – Írland, Makedónía, Armenía og Albanía
D riðill – Eistland, Grikkland, Kósóvó og Liechtenstein
Ísland hefur keppni á morgun og mætir Kýpur í fyrsta leik kl 10 í fyrramálið. Kýpur er raðað sem þriðja sterkasta liðinu í deildinni.