Úrslitaleikir í meistaramóti TSÍ kl 20 í kvöld

Í gær var leikinn annar undanúrslitaleikur í kvennaflokki og ein umferð í riðlakeppni karla á meistaramóti TSÍ.

Úrslit leikjanna:
Hera-Sofia Sóley 62 16 64
Hinrik-Ástmundur 63 63
Teitur-Vladimir 64 26 64

Í kvöld, föstudag 8.janúar,  eru spilaðir úrslitaleikur og leikur um þriðja sætið í kvennaflokki og auk þess lokaleikur í karlaflokki:

Föstudagur kl 20:00
1. sæti kvenna Anna Soffía-Hera
3. sæti kvenna: Hjördís-Sofia Sóley
Lokaleikur í karlariðli: Rafn Kumar-Vladimir

Hér er haldið utanum úrslit leikja og stöðu í riðlum

Uppskeruhátíð tennisfólks verður á sama tíma og lokaleikirnir. Um að gera að horfa á frábæran tennis og fá sér snittur og aðrar léttar veitingar.