Tennisfólk ársins sigraði Meistaramót TSÍ

Meistaramót TSÍ lauk á föstudaginn með úrslitaleik í meistaraflokki kvenna og síðasta leik í riðlakeppni meistaraflokks karla. Tennisfólk ársisins, Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur, sigruðu á meistarmótinu. Jafnframt voru þau krýnd stigameistarar Tennissambands Íslands fyrir árið 2015 .

Anna Soffía og Hera Björk Brynjarsdóttir úr Tennisdeild Fjölnis spiluðu til úrslita í meistaraflokki kvenna. Anna Soffia tryggði sér sigur í mótinu með því að vinna Heru í mjög jöfnum og spennandi leik í þremur settum 6-7, 6-3 og 6-2.

Sofia Sóley Jónasdóttir úr Tennisfélagi Kópavogs og Hjördís Rósa Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar spiluðu um þriðja sæti. Sofia Sóley sigraði í tveimur settum 6-2 og 6-3.

Í karlariðli var leikinn síðasti leikur riðilsins þar sem Rafn Kumar innsiglaði sigur sinn í mótinu örugglega. Hann afrekaði það að vinna mótið með því að tapa einungis einni lotu í keppninni í 4 leikjum.

Anna Soffia tryggði sér sigur í mótinu með því að vinna Heru í mjög jöfnum og spennandi leik í þremur settum. Sofia Sóley vann svo Hjördísi Rósu í leik um þriðja sætið 6-2 og 6-3..

Anna Soffía stefnir á að vera fyrsta íslenska tenniskonan til að komast inná unglingaheimslistann á meðan Rafn Kumar er að hefja atvinnumannaferilinn með þátttöku í þremur atvinnumótum í Tel Aviv, Ísrael í febrúar.

Úrslit í MeistaramótiTSÍ 2016:

Konur
1 Anna Soffía Grönholm
2 Hera Björk Brynjarsdóttir
3 Sofia Sóley Jónasdóttir
4 Hjördís Rósa Guðmundsdóttir
5-8 Sara Lind Þorkelsdóttir
5-8 Selma Dagmar Óskarsdóttir
5-8 Hekla Maria Jamila Oliver
5-8 Rán Christer

Karlar
1 Rafn Kumar Bonifacius
2 Teitur Ólafur Marshall
3 Vladimir Ristic