Anna Soffia og Rafn Kumar tennisfólk ársins

Rafn Kumar er tennismaður ársins og Anna Soffia tenniskona ársins

Rafn Kumar er tennismaður ársins og Anna Soffia tenniskona ársins

Anna Soffia Grönholm og Rafn Kumar Bonafacius hafa verið útnefnd tennisfólk ársins 2015 af stjórn Tennissambands Íslands.

Anna Soffia vann Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki kvenna bæði í einliða-
og tvíliðaleik þrátt fyrir ungan aldur en hún er aðeins 16 ára. Anna Soffia er efst á stigalista TSÍ vegna ársins 2015. Hún stóð sig einnig mjög vel í flokki 16 ára og yngri í evrópu mótaröðinni á Íslandi þar sem hún komst í 8 manna úrslit í bæði Wow Air Open og Capital Inn Reykjavík Open. Með þeim árangri komst hún í sæti 851 í 16 ára og yngri flokknum í Evrópu. Hún sigraði líka nú nýlega á Hillerød Head Cup í Kaupmannahöfn sem er sterkt mót í meistaraflokki kvenna. Anna Soffia stefnir á að verða fyrsta íslenska tennisstúlkan til að komast inn á heimslista alþjóða tennissambandsins (ITF) 18 ára og yngri á næstu tveimur árum.

Snemma árs sigraði Rafn Kumar Meistaramót TSÍ í meistaraflokki. Hann vann bæði Íslandsmót innan- og utanhúss á árinu í meistaraflokki, bæði í einliða- og tvíliðaleik. Hann spilaði fyrir hönd Íslands á Davis cup (heimsmeistaramóti landsliða) í júlí og vann þar tvo leiki. Með góðum
árangri á árinu tryggði hann sér sigur sem stigameistari TSÍ og einnig er hann nr.1 á stigalista TSÍ. Rafn Kumar hefur verið ósigraður hérlendis síðan ágúst 2014. Hann stefnir á að taka þátt á mótaröð atvinnumanna frá febrúar 2016 og að vera kominn innan bestu 500 spilara heims lok 2018.