3.Stórmót TSÍ lauk 2.nóvember síðastliðinn. Rafn Kumar Bonifacius úr Hafna- og Mjúkboltafélagi Reykjavíkur og Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs stóðu uppi sem sigurvegarar í meistaraflokki karla og kvenna.
Rafn Kumar sigraði föður sinn Raj K. Bonifacius úr Tennisdeild Víkings örugglega 6-2 og 6:0 í úrslitaleik í meistaraflokki karla.
Anna Soffía sigraði Heru Björk Brynjarsdóttur úr Tennisdeild Fjölnis 9-6 í úrslitaleik í meistaraflokki kvenna. Leikurinn var hnífjafn að 6-6 en þá tók Anna Soffia til sinna ráða og vann síðustu þrjár loturnar og þar með leikinn 9-6.
Í undanúrslitum vann Rafn Kumar Teit Marshall úr Tennisdeild Fjölnis 6-0 og 6-0 og Raj vann Vladimir Ristic úr Tennisfélagi Kópavogs, 7-6 og 6-2.
Öll úrslit í mótinu má sjá hér fyrir neðan:
ITN einliða |
Fullorðnir 30 ára einliða |
Börn 16 ára einliða |
Börn 14 ára einliða |
Börn 12 ára einliða |
Börn 10 ára Einliða |
Mini Tennis Einliða |