Tap á móti gríðarsterku liði Georgíu

Ísland spilaði annan leik sinn í riðlinum á móti Georgíu á Davis Cup í dag. Georgía er talið fjórða sterkasta liðið í riðlinum og var of öflugt fyrir íslenska liðið sem laut í lægra haldi 3-0.

Birkir Gunnarsson, sem spilar númer 4 fyrir Ísland spilaði fyrsta einliðaleikinn á móti Giorgi Javakhishvilli sem spilar númer 4 fyrir Georgíu. Giorgi er númer 1151 í einliðaleik í heiminum og 1435 í tvíliðaleik. Birkir tapaði 6-0 og 6-2.

Vladimir Ristic sem spilar númer 2 fyrir Ísland spilaði annan einliðaleik fyrir Ísland á móti George Tsivadze sem spilar númer 3 fyrir Georgíu. George er númer 790 í einliðaleik í heiminum og 1362 í tvíliðaleik. Vladimir tapaði 6-3 og 6-0.

Í tvíliðaleiknum spiluðu Magnús Gunnarsson og Vladimir Ristic sem spila númer 1 og 2 fyrir Ísland á móti George Tsivadze og Giorgi Javakhishvilli sem spila númer 3 og 4 fyrir Georgíu. Georgíumennirnir höfðu betur 6-1 og 6-3.

Á morgun spilar Ísland síðasta leik sinn í riðlinum á móti Albaníu. Albanía hefur líkt og Ísland tapað báðum leikjum sínum í riðlinum og því mun leikurinn á morgun segja til um hver nær þriðja sætinu í riðlinum.

Hægt er að fylgjast með úrslitum frá Davis Cup í riðlinum og úrslitum í beinni.