
Birkir og Rafn Kumar spiluðu vel á móti Albaníu
Íslensku strákarnir spiluðu mjög vel í dag á Davis Cup og sigruðu Albaníu örugglega 3-0.
Birkir Gunnarsson sem spilar númer 4 fyrir Ísland fór fyrir sínu liði og náði góðum sigri í fyrri einliðaleiknum á móti Genajd Shypheja sem spilar númer 3 fyrir Albaníu. Birkir sigraði 6-4 og 7-5.
Í seinni einliðaleiknum spilaði Rafn Kumar Bonifacius sem spilar númer 3 fyrir Ísland á móti Rei Pelushi sem spilar númer 2 fyrir Albaníu. Rafn Kumar sigraði örugglega 6-2 og 6-0.
Í tvíliðaleiknum spiluðu Birkir Gunnarsson og Rafn Kumar Bonifacius á móti Genajd Shypheja og Rei Pelushi. Birkir og Rafn Kumar sigruðu 6-3 og 6-2.
Ísland vann þar með Albaníu 3-0 og lenti í þriðja sæti í sínum riðli af fjórum liðum. Ísland spilar þar með um 9.-12.sæti á morgun á móti Liechtenstein sem lenti í síðasta sæti í sínum riðli.