Evrópumótið WOW air Icelandic Easter Open fyrir 12-16 ára tókst vel

Íslensku keppendurnir í mótinu: Hekla Maria Oliver, Melkorka Pálsdóttir, Sigurjón Ágústsson, Sofia Sóley Jónasdóttir, Anna Soffía Grönholm, Brynjar Sanne Engilbertsson, Anton Magnússon, Tómas Andri Ólafsson og Björgvin Júlíusson ásamt Jóni Axel Jónssyni yfirþjálfara hjá Tennisfélagi Kópavogs. Á myndina vantaði Söru Lind Þorkelsdóttur og Selmu Dagmar Óskarsdóttur.

Evrópumótið WOW air Icelandic Easter Open fyrir ungmenni á aldrinum 12-16 ára var haldið í Tennishöllinni Kópavogi nú um páskana. Mjög góð þátttaka var í mótinu eða yfir 100 keppendur sem heppnaðist vel. Ellefu íslenskir keppendur tóku þátt í mótinu að þessu sinni og stóðu sig með stakri prýði. Anton Magnússon komst lengst íslensku keppendanna að þessu sinni. Hann endaði í 3.-4. sæti í 16 ára og yngri og var hársbreidd frá því að komast í úrslitaleikinn þar sem hann tapaði undanúrslitaleiknum í oddalotu í þriðja setti á móti Vladislav Shkurskiy frá Rússlandi sem sigraði svo 16 ára og yngri. Árangur íslensku keppendanna og sigurvegarar mótsins má sjá hér fyrir neðan.

Sigurvegarar mótsins:

Drengir: 14 ára og yngri
1.sæti:Rony Martin frá Sviss
2.sæti:Nelio Rottaris frá Sviss

Að íslenskum sið fengu allir krakkarnir páskaegg að gjöf frá mótshöldurum.


Stúlkur: 14 ára og yngri
1.sæti: Darja Semenistaja frá Lettlandi
2.sæti: Nadja Meier frá Þýskalandi

Drengir: 16 ára og yngri:
1.sæti: Vladislav Shkurskiy frá Rússlandi
2.sæti: Malo Jost frá Frakklandi

Stúlkur: 16 ára og yngri:
1.sæti: Viktoria Mikhaylova frá Rússlandi
2.sæti: Julia Marzoll frá Þýskalandi

Árangur íslensku krakkana:

Ármann Kristinn Ólafsson bæjarstjóri opnaði mótið og hélt stutta tölu

Anna Soffía Grönholm í 16 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Xeniu De Luna frá Þýskalandi 6:2,7:6
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Alinu Nikusina frá Lettlandi 6:1,7:5

Anton Magnússon í 16 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Tadas Streimikis frá Litháen 6:1,6:0
Sigraði í 2.umferð í einliðaleik á móti Valentin Sebastian Peter frá Þýskalandi 6:1, 6:3
Sigraði í 3. umferð í einliðaleik á móti Gian Luca Tanner frá Sviss 7:6, 6:4
Tapaði í undanúrslitum á móti Vladislav Shkurskiyfrá Rússlandi 6:1, 0:6, 7:6

Björgvin Júlíusson í 14 ára og yngri:
Sigraði í 1.umferð í einliðaleik á móti Zachary Murphy frá Írlandi 6:3, 6:4
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Philip Nikolas Olson frá Svíþjóð 6:1,6:4

Brynjar Sanne Engilbertsson í 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Eric Peppard frá Lichtenstein 6:1, 6.0
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Zackary Murphy frá Írlandi 6:2, 6:2

Hekla Maria Oliver í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Juliu Marzoll frá þýskalandi 6:0, 6:1
Tapaði í 2.umferð í einliðalek á móti Xenia De Luna frá Þýskalandi 6:0, 6:2

Melkorka Pálsdóttir í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Marija Tumanoviciute frá Litháen 6:1,6:2
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Luana Gosteli frá Sviss 7:5, 6:2

Selma Dagmar Óskarsdóttir í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Viktoriu Mikhaulovu frá Rússlandi 6:1, 6:0
Tapaði í 2.umgerð í einliðaleik á móti Lisu Friedrich frá Þýskalandi 7:6, 0:6, 10-7

Sigurjón Ágústsson í 16 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í enliðaleik á móti Tadas Streimikis frá Litháen 6:1, 6:1

Sara Lind Þorkelsdóttir 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð í einliðaleik á móti Leandra Vernocchi frá Sviss 6:1, 6:2
Tapaði í 2.umferð í einliðaleik á móti Tiffany Louis frá Sviss 6:3, 7:5

Sofia Sóley Jónasdóttir í 14 ára og yngri:
Tapaði í 1.umferð á móti Mariju Semenistaja frá Lettlandi 6:3, 6:1
Sigraði í 2.umferð á móti Magdalenu Paszkowiak frá Póllandi 6:3, 4:6, 10:3
Tapaði í 3.umferð á móti Julie Schalch frá Sviss 6:3, 6:1

Öll úrslit og upplýsingar um mótið.