Fyrsta mótinu af tveimur á Þróunarmeistaramóti Evrópu fyrir 14 ára og yngri lauk í gær, og stóðu Íslendingarnir sig með prýði. Íslendingarnir sem voru valin til að keppa á þessu móti eru: Björgvin Atli Júlíusson, Gunnar Eiríksson, Sara Lind Þorkelsdóttir og Sofia Sóley Jónasdóttir. Þau eru öllað keppa í þessu móti í fyrsta sinn nema Gunnar sem keppti einnig í fyrra.
Keppnin samanstendur af tveimur mótum, þar sem keppt er um hvert sæti í báðum mótunum. Eftirfarandi löndum er boðið að senda tvær stelpur og tvo stráka til að keppa fyrir þeirra hönd: Armenía, Albanía, Azerbaijan, Hvíta-Rússland, Bosnía-Herzegovina, Kýpur, Eistland, Georgía, Ísland, Lettland, Litháen, Makedónía, Malta, Moldavía, Svartfjallaland, Tyrkland. Keppt er í bæði einliða- og tvíliðaleik.
Eftirfarandi eru öll úrslit íslensku keppendanna í fyrsta mótinu: ATH. Tölur í sviga bakvið nöfn keppenda er „ranking“ viðkomandi leikmanns í U14 flokk í Evrópu og # þýðir að viðkomandi leikmaður hefur ekki „ranking“.
Gunnar Eiríksson (endaði í 20.sæti) – Einliðaleikur
Umferð 1: Tap vs Alin Andrievs (#) Moldavía 7-5 6-0
Umferð 2: Sigur vs Rajan Dushi (#) Albanía 6-0 7-6
Umferð 3: Sigur vs Liam Delicata (310) Malta 6-4 6-4
Umferð 4: Tap vs Tsimafei Yutkin (578) Hvíta Rússland 6-2 6-3
Umferð 5: Tap vs Artur Soghoyan (#) Armenía 6-2 6-4
Björgvin Atli Júlíusson (endaði í 26.sæti) – Einliðaleikur
Sara Lind Þorkelsdóttir (endaði í 16.sæti) – Einliðaleikur
Sofia Sóley Jónasdóttir (endaði í 23.sæti) – Einliðaleikur
Tvíliðaleikur – Gunnar & Björgvin
Tvíliðaleikur – Sara & Sofia