Raj á ITF Level 3 þjálfaranámskeiði á Spáni

Dr. Miguel Crespo, Sviðsstjóri Rannsóknarmiðstöð Alþjóðatennissambandsins, Raj og Pancho Alvarino, eigendur TenisVal Tennisakademiu

Raj K. Bonifacius dvaldi nú í haust í Valencia á Spáni  vegna ITF Level 3 tennisþjálfaranámskeiðs á vegum alþjóða tennissambandsins (ITF) en það er æðsta þjálfunargráða fyrir tennisþjálfara.

Viðfangsefni þjálfaranámskeiðsins var mjög breitt og var eitt þema tekið fyrir í hverri viku sem lauk síðan með prófi á föstudögum. Námskeiðin voru bæði verkleg og bókleg. Hefðbundinn dagur byrjaði á að þjálfa og læra með öðrum tennisþjálförum á tennisakademiunni frá kl. 9 til 14 og svo var bókleg kennsla frá kl. 16:30 til 19:30. Kennt var alla virka daga. Nokkrar skipulagðar ferðir voru farnar um helgar til annarra tennisakademía á austurströnd Spánar og einnig var farið á atvinnutennismót í kringum Valencia.

Raj ásamt Patricio Alvarez og Coach Sanchez Casal Tennis Academy

Raj skrifaði tvær greinar um reynslu sína og upplifun á þjálfaranámskeiðinu á síðu alþjóðatennissambandsins meðan á því stóð. Fyrri greinina má sjá hér og seinni greinina hér. Raj lauk námskeiðinu með miklum sóma og hlaut hæstu einkunn.

Einn annar íslenskur tennisþjálfari hefur lokið ITF level 3 þjálfunargráðunni en það er Jón Axel Jónsson sem lauk henni fyrir rúmu ári síðan.

Raj ásamt Pato Alvarez sem er áhrifamesti þjálfari spænska tennisins

Raj og Paula Badosa Gibert, WTA player