150 erlendir gestir á Icelandic Easter Open

Keppt er á öllum völlum í Tennishöllinni

Um 150 erlendir gestir þ.e þátttakendur, þjálfarar og forráðamenn heimsækja Ísland þessa dagana vegna Evrópumótsiins U14 og U16-Icelandic Easter Open sem Tennissamband Íslands og Tennishöllin halda í Tennishöllinni Kópavogi.  Níutíu ungmenni á aldrinum 11 – 16 ára frá 19 löndum í Evrópu etja nú kappi á mótinu en keppt er bæði í 14 ára og yngri og 16 ára og yngri einliða- og tvíliðaleik. Mótið stendur yfir um páskana frá 14.-20.apríl.

Ellefu íslenskir keppendur taka þátt og meðal þeirra eru Anna Soffía Grönholm, nýkrýndur Íslandsmeistari innanhúss 2014, Hjördís Rósa Guðmundsdóttir (núverandi Íslandsmeistari utanhúss) og Anton J. Magnússon sem er seedaður númer tvö í 14 ára og yngri.

Anton er hæst seedaður af íslendingunum sem keppa á mótinu

Anton er nýkominn frá Tyrklandi þar sem hann endaði í öðru sæti á mótaröð þróunarmeistaramóts Evrópu fyrir 14 ára og yngri. Þessi frábæri árangur Antons skilaði honum inn í úrvalslið tennissambands Evrópu fyrir 14 ára og yngri, fyrstur Íslendinga.  Hann mun ferðast með úrvalsliðinu í sumar og keppa á 4-5 stórmótum tennissambands Evrópu. Anton, sem er án efa einn efnilegasti tennisspilari Íslands, býr á Spáni og æfir þar af miklum krafti í „Ferrer Academy“ rétt fyrir utan Valencia. Ferrer Academy er rekinn af David Ferrer sem er sjötti besti tennisspilari heims og hefur verið í topp 10 síðustu ár.

Hægt er að fylgjast með öllum flokkum á mótinu með tenglunum hér fyrir neðan:

Þröngt er á þingi í Tennishöllinni


Nánari upplýsingar um mótið veita Andri Jónsson (s. 8664578 ) og Jónas Páll Björnsson (s. 669-4130).