Árshátíð Tennissamband Íslands verður haldin laugardaginn 5.apríl á Sólon, 2.hæð. Húsið verður opnað kl. 19.00 með fordrykk, dagskráin hefst kl 19.45. Auglýsinguna má sjá hér.
Boðið verður upp á þriggja rétta matseðil.
Forréttur:
Paprikusúpa, Sveppasúpa eða
Melóna með parmaskinku, rucolasalati og parmesan-osti
Aðalréttur:
Lambasteik með rauðvínssósu, steiktu grænmeti og bakaðri kartöflu eða
Pönnusteikt bleikja með steiktu grænmeti, appelsínu-teriaky sósu og crispy-kartöflubátum
Eftirréttur:
Grískt jógúrt með bláberjum, hlyn sýrópi, myntu og ávöxtum
Verð er kr. 4.000 á mann og er greitt við innganginn.
Aldurstakmark er 16 ára.
Hægt er að skrá sig í Tennishöllinni og hér fyrir neðan:
Listi yfir skráða má sjá hér.