Anna Soffía Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs og Rafn Kumar Bonifacius úr Víkingi sigruðu í kvenna- og karlaflokki á Stórmóti Tennissambands Íslands í dag.
Anna Soffía mætti Hjördísi Rósu Guðmundsdóttir úr Badmintonfélagi Hafnarfjarðar í úrslitaleik meistaraflokks kvenna og sigraði í þremur settum, 3-6, 6-2 og 6-4 í jöfnum og spennandi leik.
Feðgarnir Rafn Kumar og Raj K. Bonifacius úr Víkingi mættust í úrslitaleik meistaraflokks karla. Rafn Kumar lagði Raj að velli í þremur settum, 5-7, 6-3 og 6-4 eftir þriggja klukkutíma hörkuleik.
Alls voru 53 keppendur á mótinu og var keppt í mini tennis, 10 ára og yngri, 12 ára og yngri og ITN styrkleikaflokki. Alex Orri Ingvarsson og Mikael Kumar Bonifacius sigruðu í mini tennis, Rebekka Guðfinna Pálsdóttir í 10 ára og yngri og Eliot Robertet í 12 ára og yngri.
Öll önnur úrslit í mótinu má sjá hér.