Birkir keppir fyrir bandarískt háskólalið

Birkir Gunnarsson, tvöfaldur Íslandsmeistari í einliða- og tvíliðaleik karla síðastliðin tvö ár, hefur fengið skólastyrk frá bandaríska háskólanum Graceland University í Iowa-ríki. Samhliða náminu mun hann keppa fyrir skóla sinn í bandarísku háskóladeildinni.

Birkir kvaðst vera virkilega spenntur enda hefur hann stefnt að þessu í mörg ár og það hefur verið langt ferli að fá skólastyrk. Hann stefnir á að læra viðskiptafræði.

Birkir kemst þar með í góðan hóp íslenskra tennisspilara sem hafa keppt fyrir bandarísk háskólalið en lista yfir alla íslendinga sem hafa spilað í bandarísku háskóladeildinni má sjá hér.