WILSON tennismót 18.-20.júní

WILSON tennismót verður haldið 18.-20.júní á Tennisvöllum Víkings, Traðarlandi 1. Keppt verður í eftirfarandi flokkum:

  • ITN styrkleikaflokki sem er opinn fyrir alla
  • B-keppni fyrir þá sem tapa fyrsta leik

Markmið styrkleikakerfisins er að allir byrja að keppa við jafnsterkan andstæðing og svo verður mótið erfiðara með hverri umferð. Allir nýir þátttakendur fá ITN númer miðað við mat mótstjórans og númerið svo uppfært eftir mótið.

Mótsgjald:
Einliðaleikur – 2.200 kr. Fædd f. 1995 og yngri; 3.300 kr./aðrir

Hægt er að greiða mótsgjald fyrir fyrsta leik en ef það er ekki gert verður sendur greiðsluseðill fyrir
mótgjaldinu og bætast þá við seðilgjald upp á 295 kr.

Skráning: www.tennis.is

ATH – Síðasti skráningar (og afskráningar!) dagur fyrir mótið er fimmtudaginn, 5.júní, kl.18.00

Mótskrá: Tilbúin föstudaginn 16.júní (kemur inná www.tennis.is og www.tennissamband.is)