25.ársþingi TSÍ lokið

Helgi Þór Jónasson var kosinn formaður Tennissamband Íslands þriðja árið í röð

25.ársþingi TSÍ lauk í gærkvöldi um 21:00 sem fór fram í íþróttamiðstöðinni Laugardal. Ein breyting varð á aðalstjórn en Ásta Kristjánsdóttir kom inn fyrir Júlíönu Jónsdóttir sem gaf ekki kost á sér áfram í aðalstjórn eftir tveggja ára stjórnarsetu.

Helgi Þór Jónasson var sjálfkjörinn formaður Tennissamband Íslands þriðja árið í röð. Ásta Kristjánsdóttir og Gunnar Þór Finnbjörnsson voru sjálfkjörin í aðalstjórn til tveggja ára. Fyrir sitja í aðalstjórn Þrándur Arnþórsson og Bragi Leifur Hauksson. Kosnir voru áfram í varastjórn Jónas Páll Björnsson, Jón Axel Jónsson og Raj K. Bonifacius. Auk þess kom Júlíana Jónsdóttir ný inn í  varastjórn úr aðalstjórn.