Alþjóðlegi tennisdagurinn 4.mars

Alþjóðlegi tennisdagurinn verður haldinn mánudaginn 4.mars 2013. Markmið með deginum er koma tennis á framfæri og auka þátttöku ungra tennisspilara út um allan heim. Miðpunktur dagsins verða tennissýningar í New York og Hong Kong þar sem núverandi og fyrrverandi atvinnumenn í tennis munu keppa og sýna listir sínar ásamt sýningu á “Tennis fyrir 10 ára og yngri verkefni Alþjóðatennissambandsins” sem miðar að því að nota minni völl, léttari spaða og stærri og mýkri bolta til að yngri tennisspilarar njóti sín betur.

Alþjóða tennissambandið hefur hvatt sínar 210 aðildarþjóðir til að styðja við alþjóðalega tennisdaginn með þeirra eigin grasrótar og félagastarfsemi til að laða að sér nýja þátttakendur.

Tennissamband Íslands mun halda daginn hátíðlegan, mánudaginn 4.mars kl 9:30 – 11:30 í Tennishöllinni í Kópavogi, með því að bjóða krökkum frá Klettaskóla til að taka þátt í þessum atburði ásamt bestu ungu tennisspilurum Íslands. Bestu tennisspilarar landsins munu einnig sýna tennis ásamt því að kenna nemendum Klettaskóla þessa skemmtilegu íþrótt frekar. Nemendur Klettaskóla eru miklir tennisáhugamenn eins og svo margir aðrir og spila tennis einu sinni í viku í Tennishöllinni. Á meðan á þessum atburði stendur verður boðið upp á veitingar og fjölmiðlum er boðið á svæðið.

Nánari upplýsingar um Alþjóðlega tennisdaginn má finna á heimasíðu Alþjóða tennissambandsins hér.