Íslandsmót utanhúss 2012 – Verðlaunaafhending og grillpartý

Verðlaunaafhending og grillpartý fyrir alla flokka Íslandsmótsins verður haldin í félagsheimli Þróttar í Laugardalnum, laugardaginn 18. ágúst kl. 16:00.

Auk hefbundinna verðlauna verður happadrætti svo að allir þátttakendur sem mæta á staðinn geta átt von á óvæntum glaðningi.

Allir eru hvattir til að fylgjast með úrslitaleikjunum!

Úrslitaleikir hjá barna- og unglingaflokkum er spilaðir á fimmtudegi og föstudegi á tennisvöllum Víkings. Sjá nánar hér.

Úrslitaleikir í öðlingaflokkum eru á föstudag og laugardag á tennisvöllum Þróttar. Sjá nánar hér.