Erlenbusch og Korzhova sigurvegarar í einliðaleik, Vladimir sigraði í tvíliðaleik á HEAD Icelandic Open evrópumótinu

Luis Erlenbusch frá Þýskalandi og Kate Korzhova frá Rússlandi sigruðu í einliðaleik á HEAD – Icelandic Tennismótinu fyrir 16 ára og yngri sem lauk síðastliðinn föstudag. Mótið er hluti af mótaröð Evrópska Tennissambandsins og 14.árið sem mótið hefur verið haldið hérlendis. Keppt var í einliða og tvíliða á Tennisvöllum Víkings. Þáttakendur voru samtals 16 og komu frá átta mismunandi löndum. 

Í einliðaleik stúlkna mættusti Kate Korzhova frá Rússlandi og Emilijia Gedvilaite frá Lithaen í úrsliatleiknum. Korzhove hafði betur og sigraði auðveldlega 6-2 og 6-1. Korzhova var betri allan leikinn og nýtti örvhentu forhönd sína oft til að klára stig á móti Gedvilaite. Þetta var fyrsti úrslitaleikur Gedvilaite í Evrópumótaröðinni.

Í úrslitaleik tvíliðaleiksins kepptu Korzhova og Gedvilaite á móti Klara Vuckovic og Vivien Klein, báðar frá Þýskaland. Leikurinn var gríðarlega jafn og og spennandi og tók rúmlega 3 klukkutíma. Korzhova og Gedvilaite sigruðu í þremmur settum 6-7, 6-0 og 16-14. Bæði lið áttu leikboltu (“match point”) í leiknum.

Í B-keppninni keppt íslensku stelpurnar í úrslitum og sigraði Anna Soffía Gronholm á móti Heru Björk Brynjarsdóttir 6-2 og 6-1.

Í einliðaleik piltna var mættust Luis Erlenbusch frá Þýskalandi og Dimitris Stavropoulos frá Grikklandi. Erlenbusch vann nauman sigur 6-3, 1-6 og 7-6 í æsispennandi leik. Erlenbusch var yfir allan tíma í leiknum og átti tvo leikbolta í þriðja setti þegar hann var yfir 6-5. Þó Stavropoulos hafi unnið þá lotu, kom Erlenbusch sterkur inni í oddalotunni og vann það 7-3.

Stavropoulos náði að jafna sig eftir leikinn þegar hann og Vladimic Ristic, nýkrýndur Íslandsmeistari í 16 ára og yngri, sigruðu Damjan Dagbjartsson og Ingimar Jónsson 6-3 og 6-0.

Í B keppninni sigraði Damjan á móti Ingimar 6-4 og 7-6. Damjan og Ingimar eru sterkustu spilarar Íslands í 14 ára og yngri í dag.

Mót á Evrópumótaröðinni gefur ungum íslenskum tennisspilurum tækifæri til að keppa á móti fjölbreyttari keppendum sem eru jafnaldrar þeirra og vinna sér inn stig í stigarkerfi Evrópska Tennissambandsins. Slik stig hjálpa þeim síðar til að taka þátt í tennismótum erlendis því það komast ekki allir að sem vilja keppa og þátttakendaréttur miðastv við hvar leikmenn eru staddur á listanum.

Eftir þetta mót fær Vladimir 90 stig (60 í einliða og 30 í tvíliða) og Damjan og Ingimar 20 stig hvor. Vladimir var nr. 889 með 80 stig fyrir mótið en er kominn með 170 stig og verður innan við nr. 500 eftir þetta mót. Bæði Damjan og Ingimar voru með 30 stig og nr. 1442 inná listann. Eftir þetta mót verða þeir innan við nr. 1.180 með samtals 50 stig.