Feðgar mættust í úrslitaleik á Wilson ITN mótinu

Annað mót í mótaröð Víkings, Wilson ITN mótið, kláraðist síðastliðinn föstudag. Í úrslitaleiknum mættust feðgarnir Raj K. Bonifacius og Rafn Kumar Bonifacius báðir úr Tennisdeild Víkings. Raj sigraði í 3 settum, 6-0, 5-7 og 6-3. Í þriðja sæti var Sverrir Bartolozzi UMFÁ. Hann sigraði Hjördísi Rósu Guðmundsdóttur úr Badmintonfélagi Hafnafjarðar 6-1 og 6-0.

Í B-keppninni sigraði Anna Soffia Grönholm úr Tennisfélagi Kópavogs. Hún lagði Heklu Mariu Jamila Oliver 9-3 í úrslitaleiknum.

Öll úrslit úr mótinu má sjá hér.